logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fjöruferð hjá 5.bekk 26.ágúst

31.08.2011 15:22

Hópurinn gekk niður í Leiruvog í blíðskaparveðri. Nesti var snætt þegar í fjöruna var komið. Síðan var strax byrjað að skoða allt sem finnst í fjörunni, enda háfjara og margt að sjá. Sumir litu aldrei upp svo spennandi var fjaran. Hópurinn fékk það verkefni að finna eitthvað fyrir hvern bókstaf í íslenska stafrófinu. Ekki gekk að finna hluti fyrir alla bókstafina en mjög marga eins og sjá má á myndunum. Þau voru einnig fundvís á krabba, marflær, skeljar og marglyttur. Sum nestisbox urðu að nýjum heimkynnum ýmissa dýra. Krókaleið var valin til baka í skólann, gengið inn í gula hverfið og svo í gegnum það rauða og skreytingar skoðaðar. Nemendur voru sér og sínum til mikils sóma allan tímann. Frábær ferð í alla staði.

Ásdís, Guðbjörg og Hildur.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira