logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Kerru og keyrðu kynslóðin - Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

21/01/15Kerru og keyrðu kynslóðin - Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
Að þessu sinni fjalla Halla Karen Kristjánsdóttir og Hjalti Kristjánsson um mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Hvernig komum við hreyfingu og heilbrigðum lífsháttum inn í daglegt líf barna og unglinga sem endist þeim út alla ævina? Hverjar eru ykkar venjur og hvað stýrir þeim? Er hreyfing og heilbrigðir lífshættir hluti af daglegum venjum fjölskyldunnar? Varpað verður fram hugmyndum að gæðastundum fyrir fjölskylduna og leiðum til heilbrigðari lífsstíls. Fyrsta opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 28. janúar klukkan 20:00 í Listasal Mosfellsbæjar, sjá nánar hér .
Meira ...

PALS hjá 2. bekk

12/01/15PALS hjá 2. bekk
Í lok haustannar tókum við okkur smá frí frá byrjendalæsinu og rifjuðum upp gamla takta í PALS-inu . Það hefur gengið mjög vel og eru krakkarnir virkilega áhugasamir og duglegir að vinna eftir þessari skemmtilegu lestraraðferð. Allir hafa sinn PALS félaga sem þeir skiptast á að lesa fyrir og verkefni þeirra er að leiðrétta hvorn annan og hvetja. Virkilega flott gert hjá krökkunum.
Meira ...

Varmártíðindi þriðja tölublaðið komið út

09/01/15Varmártíðindi þriðja tölublaðið komið út
Þriðja tölublað Varmártíðinda var að koma út. Þar má lesa um Skólaþing, aðventuboð fimmtu bekkinga, bekkjarkvöld hjá 4-ÁH, söngstarf kórsins og margt margt fleira.
Meira ...

Skóli hefst á ný samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 6. janúar 2015

05/01/15Skóli hefst á ný samkvæmt stundarskrá þriðjudaginn 6. janúar 2015
Skólastarf í Varmárskóla hefst að ný þriðjudgaginn 6. janúar 2015 samkvæmt stundarskrá. Athygli er vakin á að mötuneytið verður ekki opið þessa vikuna vegna viðgerða. Nemendur þurfa því að hafa með sér nesti þessa daga. Mælst er til að nestið krefjist ekki að þurfa upphitunar þar sem ekki eru fjöldi grilla eða örbylgjuofna í boði og hætta á að langar raði myndist hjá nemendum.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira