logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opinn fundur um skólamál þann 3. maí í Varmárskóla

02.05.2016
Opinn fundur um skólamál verður haldinn þann 3. maí í Varmárskóla fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk. Fundurinn hefst kl. 17:30 og lýkur kl. 19:00 í sal eldri deildar. Þeir sem standa að þessu er skólaráð Varmárskóla.

Gestafyrirlesari er Helgi Jónsson geðlæknir. Erindi hans er um tengsl og áföll í bernsku
Getum við búið betur betur að börnum okkar? ...og hverju skiptir það?

Helgi Jónsson hefur stundað geðlækningar á eigin stofu undanfarin 12 ár ásamt ráðgefandi störfum á sviði endurhæfingar hjá Janus endurhæfingu og Þraut sl 5 ár.  Helgi lauk sérnámi í geðlækningum í Danmörku þar sem hann samhliða lauk námi í hugrænni atferlismeðferð.  Eftir heimkomuna starfaði hann á geðsviði Landspítala um nokkura ára skeið uns hann söðlaði um og fór eingöngu í eigin rekstur.  Auk þess hefur Helgi komið að fyrirlestrahaldi og almenningsfræðslu undanfarin ár.  


Eftir fyrirlestra verða fyrirspurnir og umræður.

Jafnframt munu fulltrúar nemenda segja frá niðurstöðum nemendaþings Varmárskóla sem haldið var í fyrsta sinn nú í apríl.
Fulltrúar frá foreldrafélaginu munu segja nokkur orð um foreldrafélagið.

Kynningarbásar: 

Brúarland - kynningarefni

Nýtt námsmat


Mjög mikilvægt er að foreldrar gefi sér tíma til að mæta og hlusta og taka þátt. Ykkar álit skiptir máli.


Kaffi og meðlæti á staðnum.


Hlökkum til að sjá ykkur,


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira