logo
 • Virðing -
 • Jákvæðni -
 • Framsækni -
 • Umhyggja

Frístundasel

Frístundaselið Tröllabær í  Varmárskóla er opið frá 13:30 - 17:00. 

Frístundasel fyrir 1. - 4. bekk eru starfrækt af Grunnskólum Mosfellsbæjar.

Markmið frístundaselanna er að mynda heildstæða umgjörð um skóladag barnanna. Frístundaselin bjóða upp á margvísleg verkefni, t.d. íþrótta-, tómstunda-, lista- og menningarverkefni. Helstu áherslur í starfinu eru öryggi, útivist, hreyfing, fjölbreytni, tómstundir, íþróttir og vellíðan.

Sótt er um vistun í frístundaseli í Íbúagátt Mosfellsbæjar.

Börn í 1. og 2. bekk sem skráð eru í frístundasel grunnskólanna fara í Frístundafjör nema foreldrar óski sérstaklega eftir því að þau taki ekki þátt.

Hver skóli heldur áfram að hafa sinn dag í Frístundafjörinu og er Varmárskóli áfram á þriðjudögum í Frístundafjöri. Skiptingin er þannig að  2. bekkur verður á  tímabilinu 1. október til 29. nóvember og síðan 1. bekkur á tímabilinu 14. janúar til 11. apríl. Í lok hvorrar annar verður svo frjáls tími.

Hafa samband við Tröllabæ

Forstöðumaður:

Aðstoðarforstöðumaður: 

Hægt er að ná í annan hvorn okkar alla morgna, alltaf tilbúnir í spjall til kl. 13:00 á daginn. Eftir það er undirbúningur með starfsfólki og starf með börnum sem verður í fyrirrúmi.

Ekki er hægt að treysta á að tölvupóstur sem kemur eftir kl. 13:00 á daginn skili sér fyrr en seint, en farsími Tröllabæjar er ávallt við hönd einhvers starfsmanns á meðan opið er.

Frístundastarfsfólk Tröllabæjar:

 • Alex Birgir Bjarkason
  Amalía Rós Margrétardóttir
  Anna Thelma   Stefánsdóttir
 • Arnar Gylfason
  Camilla Rós Þrastardóttir
  Davíð Bjarnason
  Eiður Andri Thorarensen
  Guðrún Birna Örvarsdóttir
  Hafrún Hákonardóttir
  Hákon Hermannsson
 • Klaudia Maria Pierzchala
  Kolbrún Lára Stefánsdóttir
 • Linda Björk Guðmundsdóttir
  Nanna Þorsteinsdóttir
  Ognjen Petrovic
  Ólíver Beck
  Sandra Rut Falk,
  Viktoría Kontulova 
 • Þorsteinn Ýmir Ásgeirsson

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira