logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Frístundasel

Tröllabær

Frístundarselið Tröllabær í  Varmárskóla er opið frá 13:30 - 17:00. 

Frístundasel fyrir 1. - 4. bekk eru starfrækt af Grunnskólum Mosfellsbæjar.

Markmið frístundaseljanna er að mynda heildstæða umgjörð um skóladag barnanna. Frístundaselin bjóða upp á margvísleg verkefni, t.d. íþrótta-, tómstunda-, lista- og menningarverkefni. Helstu áherslur í starfinu eru öryggi, útivist, hreyfing, fjölbreytni, tómstundir, íþróttir og vellíðan.

Umsókn um vistun í frístundarseli fer fram á íbúagátt Mosfellsbæjar

Gjaldskrá Frístundasels má sjá hér  í flipanum  krækjur

Öll börnin sem skráð eru í frístundasel grunnskólanna fara í Frístundafjör nema foreldrar óski sérstaklega eftir því að þau taki EKKI þátt. Börnin fara tvisvar í viku, stúlkur á mánudögum og miðvikudögum og piltar á þriðjudögum og fimmtudögum. 

 

Sími:  566 6156 og 693 6721
Viðtalstími:  10:00 - 12:30 alla daga.
Netfang: fristund[hjá]varmarskoli.is

  
Þar sem umsjónarmaður er að sinna börnum á öðrum tíma er ekki hægt að treysta á að svarað sé í símann utan uppgefins tíma. 

Tölvupóstur er einnig svarað til kl 12:30, en eftir það er  póstur  ekki  opnaður. Foreldrar eru beðnir um að virða það og hafa samband og koma skilaboðum áleiðis fyrir hádegi.

Forstöðumaður Frístundasels: Guðrún Hilmarsdóttir

Starfsfólk Tröllabæjar: