logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Brúarland - útibú

Upphaf Helgafellsskóla

Haustið 2016 hófst skólastarf í Brúarlandi sem útibú frá Varmárskóla. Skólinn í Brúarlandi er fyrsta skrefið í stofnun á nýjum skóla sem er að rísa í Helgafellslandi. Stefnt er að því að hefja skólastarf í Helgafellsskóla um áramótin 2018/2019.  

Haustið 2017 verða nemendur í 1., 2., 3. og 4. bekk í Brúarlandi.

Þórdís Eik Friðþjófsdóttir er deildarstjóri í Brúarlandi. Kennarar í Brúarlandi auk Þórdísar eru; Áslaug Ásgeirsdóttir kennari og lesblinduráðgjafi Þorbjörg Sólbjartsdóttir og Jóhanna Sigrún Andrésdóttir B.Ed í grunnskólafræðum. Með þeim er svo Emilía Ósk Emilsdóttir sem sér um frístundir og mötuneyti. Starfsemin byggir á skólastefnu- námskrá og skóladagatali Varmárskóla. Þar er boðið upp á heildstæðan skóladag, stoðþjónustu, mötuneyti og frístund. Samvinna verður á milli bekkjardeilda í útibúi Brúarlands og Varmárskóla þar sem nemendur fara saman í íþróttir og nýta útikennslusvæðið. Einnig eru nemendur í 3. og 4.bekk í verkgreinum með nemendum í Varmárskóla. 

Brúarland er sögufrægt hús í Mosfellsbæ en þar hefur verið starfræktur skóli í áratugi. Unnið hefur verið að endurbótum á aðstöðunni bæði inni og úti til að taka á móti ungum nemendum og verið er að skipuleggja næstu skref. 

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við Þórönnu skólastjóra (thoranna@varmarskoli.is)  eða Þórdísi Eik (thordiseik@varmarskoli.is) ef einhverjar spurningar vakna. Við tökum vel á móti nýjum nemendum.

Nánari upplýsingar um byggingu Helgafellsskóla má lesa hér.

Hvenær var tekin ákvörðun um að taka Brúarland í notkun undir skólastarf?
Ákvörðunin um að taka Brúarland í notkun haustið 2016 hefur átt sér langan aðdraganda og verið rædd í bæjarráði, fræðslunefnd og samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Á fundi fræðslunefndar nr. 315 sem haldinn var 22.12.2015 var samþykkt að undirbúningi vegna notkunar Brúarlands sem skólahúsnæðis verði framhaldið með það að markmiði að hefja þar skólastarf haustið 2016. 

Hvað hefur verið gert til að undirbúa húsnæði og lóð fyrir að taka á móti ungum börnum?
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur falið Umhverfissviði Mosfellsbæjar það verkefni að sjá til þess að húsnæði og leikvæði séu útbúin í samræmi við lög og reglugerðir. Öryggisúttekt var gerð í Brúarlandi og umhverfi hússins á síðasta ári. Unnið hefur verið að úrbótum í samræmi við hana og er þeim að mestu lokið. Þegar framkvæmdum verður að fullu lokið verður sótt um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. 

Hvernig verður lóðin útbúin?
Verið er að bjóða út framkvæmdir á lóðinni. Um er að ræða 1200 fm. afgirta skólalóð auk útivistarsvæðis sem hægt verður að nota með ýmsum hætti. 

Hver mun veita starfseminni forstöðu?
Yfirumsjón með starfseminni hafa skólastýrur Varmárskóla, Þóranna Rósa Ólafsdóttir og Þórhildur Elfarsdóttir. Forstöðumaður í Brúarlandi verður Þórdís Eik Friðþjófsdóttir. 

Mun Varmárskóli reka útibú í Brúarlandi til frambúðar?
Núverandi áætlun gerir ráð fyrir að tekið verði á móti börnum í 1. og 2. bekk skólaárið 2016-2017. Haustið 2017 verði svo aftur tekið inn í 1. bekk og þá verði þrír bekkir í Brúarlandi. Haustið 2018 er áætlað að fyrsti áfangi Helgafellsskóla verði tilbúin til að taka á móti þessum nemendum sem þá verða í 1. til 4. bekk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áframhaldandi starfsemi Brúarlands eftir þann tíma. 

Nánar um Helgafellskóla má finna hér.

Þórdís Eik Friðþjófsdóttir, deildarstjóri stýrir útibúinu. Þórdís er reynslumikill kennari á yngsta stigi. Starfsemin mun byggir á skólastefnu- námskrá og skóladagatali Varmárskóla. Þar er boðið upp á heildstæðan skóladag, stoðþjónustu, mötuneyti og frístund. Samvinna er á milli bekkjardeilda í útibúi Brúarlands og Varmárskóla þar sem nemendur fara saman í íþróttir og nýta útikennslusvæðið. Einnig er lagt upp með að halda helstu hátíðir sameiginlegar eins og jólaskemmtanir, öskudag og vorhátíð.