logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Nánar um viðburð

19.08.2020
Heil og sæl kæru foreldrar/aðstandendur nemenda í 2. - 10. bekkjar.

Vonandi hafið þið haft það gott í sumar þrátt fyrir fordæmalausar aðstæður.

Skólasetning verður í Varmárskóla þriðjudaginn 25. ágúst. 

Vegna Covid 19 verður skólasetning ekki með hefðbundum hætti, en umsjónarkennarar munu taka á móti nemendum í sínum heimastofum.

Nemendur í 2.-10. bekk eru beðnir um að  koma einir á skólasetningu. 
Þeir foreldrar sem fylgja börnum sínum að skólanum eru beðnir um að koma ekki inn í skólann.

Mæting 25. ágúst
2. bekkur mæting kl. 8:15
3. bekkur mæting kl. 8:45
4. bekkur mæting kl. 9:15
5. bekkur mæting kl. 9:45
6. bekkur mæting kl. 10:15
7. bekkur mæting kl. 9:00
8. bekkur mæting kl. 9:30
9. bekkur mæting kl. 10:00
10. bekkur mæting kl. 10:30

Nýnemum og foreldrum þeirra verður boðið í heimsókn í skólann þann 24. ágúst.
Hringt verður í foreldra og þeir látnir vita með nánari tímasetningu.
Foreldrar eru beðnir um að mæta með grímur. 
Umsjónarkennarar munu senda foreldrum/aðstandendum nánari upplýsingar í pósti

Starfsfólk Varmárskóla hlakkar til að hitta ykkur endurnærð og glöð eftir sumarið.

Með góðri kveðju
Starfsfólk Varmárskóla


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira