logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir árum

Foreldraviðtöl 5. nóvember

02/11/18
Mánudaginn 5. nóvember eru foreldraviðtöl. Áætlaður tími fyrir hvert viðtal eru 15 mínútur. Mikilvægt er að virða þann tímaramma til að raska ekki áætlun annarra.
Meira ...

Útistundir fjölskyldunnar

26/10/18
Umræðuefnið er útivera fjölskyldunnar. Kynntar vera aðferðir sem veita fjölskyldum aukinn innblástur og hugmyndir að útivist.
Meira ...

Fyrsti vetrardagur og allra veðra von

26/10/18
Fyrsti vetrardagur er á laugardaginn kemur og upp úr því má búast við að allra veðra sé von.
Meira ...

Flottur föstudagur 26. október - Hrekkjavökuþema verður í yngri deild!

24/10/18Flottur föstudagur 26. október - Hrekkjavökuþema verður í yngri deild!
Sú hefð hefur skapast í yngri deild Varmárskóla að gera eitthvert skemmtilegt síðasta föstudag í mánuði. Þar sem hrekkjavakan er þann 31. október langar okkur að hafa hrekkjavökuþema. Við hvetjum starfsfólk og nemendur til að koma í hrekkjavökubúningum og hafa gaman saman. Krakkarnir mega koma með "hrekkjavökunesti" í skólann.
Meira ...

Vetrarfrí 18. og 19.október og starfsdagur 22.október og enginn skóli þessa daga. No school 18., 19., and 22., october.

15/10/18
Fimmtudaginn og föstudaginn 18. og 19.október er vetrarfrí í grunnskólum Mosfellsbæjar. Mánudaginn 22. október er starfsdagur og þá er ekki kennsla. Frístundaselið er opið fyrir þá sem þar hafa þegar skráð sig.
Meira ...

25. október - Námskeið fyrir bekkjarfulltrúa með umsjónakennurum

12/10/18
Námskeið fyrir bekkjarfulltrúa með umsjónakennurum verður haldið fimmtudaginn 25. október 2018. Leiðbeinandi verður Bryndís Jónsdóttir frá Heimili og skóla. Súpa og brauð verður í boði fyrir fundargesti á milli funda. Tímasetningar eru eftirfarandi: Fyrir bekkjarfulltrúa 1.- 6. bekkjar og umsjónarkennara er kl 16:30 Fyrir bekkjarfulltrúa 7.- 10.bekkjar og umsjónarkennara er kl 19:30 Námskeiðið verður í sal eldri deildar Varmárskóla.
Meira ...

Foreldrafræðsla í Varmárskóla - Bættur skólabragur

28/09/18
Erindi, samtök um samskipti og skólamál, verður með fræðslufund fyrir foreldra 2.október næstkomandi kl. 17-18.30 á sal eldri deildar. Efni fundarins er skólabragur en það viðfangsefni verður tekið fyrir á þemadögum í nóvember og er þessi fundur hluti af þeirri vinnu. Skólabragur er stór hluti af daglegu lífi barnanna okkar, það er sú menning sem þau eru í daglega í skólanum. Kennarar og starfsfólk skólans spila stórt hlutverk í að skapa góðan skólabrag ásamt nemendum, en það gera foreldrar líka. Hlutverk foreldra er hins vegar oft vanmetið og foreldrar gera sér ekki alltaf grein fyrir þeirra þætti. Á fræðslufundinum verður farið í það hvað skólabragur er og hvers vegna mikilvægt er að leggja meiri áherslu á þennan þátt skólastarfsins. Einnig verður fjallað um hlutverk og ábyrgð foreldra í þessu sambandi. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta en í lok fræðslunnar verður stutt kynning á þemaverkefni nemenda í nóvember.
Meira ...

Kynningarfundir

02/09/18
Eldri deildin hefur nú hafið kynningarfundi á skólastarfinu fyrir foreldra. Í vikunni verður fundur með foreldrum tíunda bekkja. Yngri deildin hefur ákveðið að breyta fyrirkomulagi á kynningarfundum yngri nemenda vegna dræmra aðsóknar undanfarin ár. Haldnir verða kvöldfundir þar sem fræðsla og umræður verða á dagskrá. Gert er ráð fyrir að foreldrar 1. -2 bekkja verði saman, 3.-4.bekkja og svo 5. og 6.bekkja. Þetta verður auglýst fljótlega.
Meira ...

Skólasetning og skólabyrjun - tímasetningar

16/08/18
Þann 21. ágúst verða nemendaheimsóknir fyrir nýnema. kl. 12:30 er nýjum nemendum í 7. - 10. bekk boðnir í heimsókn í eldri deild. Kl. 13:00 er nemendum í 1. - 6.bekk boðið í heimsókn ý yngri deild. Kl. 13:30 er nemendum boðið í heimsókn í 1. - 5.bekk. Þessar heimsóknir eru hugsaðar fyrir þá nemendur sem ekki hafa komið í heimsókn og skoðað skólann áður. Skólasetning verður fimmtudaginn 23. ágúst og hefst skóli 24.ágúst 2018 samkvæmt stundatöflu.
Meira ...

Síða 3 af 9

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira