logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litla upplestrarkeppnin hjá 4.bekk í Varmárskóla

29.05.2018 16:30

Litla upplestrarkeppnin var haldin í sjötta sinn í Varmárskóla og stóð frá mars - maí. Hátíðin var fyrst haldin í Hafnarfirði árið 2010. Keppnin fer fram í fjórða bekk og keppa nemendur fyrst og fremst við sjálfan sig.


Markmið keppninnar er að:

- Vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.
- Leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins.
- Fá alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. 
- Að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjálfan sig til að ná því takmarki. 

Það keppast allir við  að gera sitt besta og verða betri í dag en í gær.

Hér má sjá myndir frá keppni 4-SBT, 4-KS og 4-SvS

 
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira