logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Kvíði barna og unglinga

25.01.2017
Þann 25. janúar n.k. mun Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar bjóða foreldrum allra nemenda á unglingastigi í Lágafells- og Varmárskóla uppá fræðslu um kvíða barna og unglinga. Í fyrirlestrinum mun Anna Sigurðardóttir sálfræðingur fjalla um eðli og einkenni kvíða og hvernig  foreldrar geti brugðist við ef einkenna verður vart. 

Í desember sl. hélt Anna sambærilegan fyrirlestur fyrir unglingana og í kjölfarið fengum við álit þeirra á ýmsum atriðum er varða almenna heilsu og líðan, bæði í skólanum og utan hans. Á fyrirlestrinum þann 25. janúar munum við kynna fyrir ykkur helstu niðurstöður þeirra umræðna sem eru afar áhugaverðar.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Lágafellsskóla og hefst kl. 19:30.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira