Fréttasafn
2024
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
febrúar, mars, apríl, maí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2014
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september.
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2011
febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2010
Vikufréttir Varmárskóla 13. sept.2024
13.09.2024 12:06Styrkur frá foreldrafélagi
Okkar dásamlega foreldrafélag ákvað í vor að styrkja skólann um margkonar búnað sem nýtist börnunum okkar í leik og starfi. Við nýttum okkur styrkinn til að kaupa dót sem er kannski ekki alveg bráðnauðsylegt en gerir starfið fjölbreyttara og skemmtilegra fyrir krakkana. Mest af þessu pöntum við frá útlöndum og það er að tínast inn smátt og smátt. Á meðfylgjandi myndum eru smá sýnishorn, meðal annars af kubbum sem nú eru komnir í alla yngri bekki, vinnu við nýjan rennibekk í smíði og svo osmo. Osmo er viðbót við ipadana sem gerir okkur kleift að lyfta vinnu með þá á mun hærra plan en áður, því tækið og leikirnir tengja saman það sem gerist á skjánum og það sem nemendur gera á borði fyrir framan skjáinn. Við kunnum foreldrafélaginu hinar bestu þakkir fyrir. Það er ómetanlegt að eiga svona góðan bakhjarl í skólastarfinu.
Að þessu sögðu viljum við nefna nokkuð vel hefur gengið að manna stöður bekkjarfulltrúa þetta árið en þó vantar okkur enn fulltrúa á nokkrum stöðum. Hlutverk bekkjarfulltrúa er einfalt og er vel lýst á facebooksíðu Foreldrafélags Varmárskóla https://www.facebook.com/varmarskolaforeldrafelag
Þar segir: Hlutverk bekkjarfulltrúa felur fyrst og fremst í sér að vera leiðtogar í hópi foreldra í bekknum.
Að vera bekkjarfulltrúi þýðir alls ekki að maður einn taki alla ábyrgð á skipulagningu eða öðru tengdu því.
Þetta er á ábyrgð okkar allra og foreldrahópurinn hjálpast að.
Samstarfið í bekknum er einn allra besti samráðs- og samstarfsvettvangur sem foreldrar hafa um uppeldi og menntun barna sinna.
Foreldrastarf er eitt af því mikilvæga sem við foreldrar getum gert fyrir börnin okkar.
Og svo er þetta bara svooo gaman.
Til gamans fylgja hér myndir úr fyrsta samsöng ársins hjá 1.bekk og fjallgönguvalinu hjá 5. og 6. bekk.
Hafið það gott um helgina
Starfsfólkið í Varmárskóla