Fréttasafn
2024
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
febrúar, mars, apríl, maí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2014
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september.
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2011
febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2010
Vikufréttir Varmárskóla 6.september 2024
06.09.2024 17:26Nú er vika tvö búin hjá okkur og flest að komast í fastar skorður. Við erum að prófa okkur áfram með nýtt fyrirkomulag í matsalnum og þurftum að gera smá breytingar á röðun í mat í dag. Markmið breytinganna er að skapa meiri ró í matsalnum og að börnin upplifi matartímann sem góða stund þar sem hægt er spjalla, eins og matartímar eiga að vera.
Stærsta einstaka nýja verkefnið hjá okkur á þessu skólaári er miðstigsmixið. Krakkarnir í 5. og 6. bekk fara nú í allskonar valgreinar í tveimur síðustu tímunum á föstudögum. Viðfangsefnin eru mjög fjölbreytt og við náum vonandi að segja frá þeim öllum áður en veturinn er á enda. Að þessu sinni eru það forritunin og eðlisfræðin sem fá pláss í fréttunum. Við keyptum efni frá legó sem er ætlað til að kenna börnum forritun, skapandi hugsun og þrautseigju. Forritað er eftir ákveðnum fyrirmælum í byrjun en svo eiga nemendur að bæta við meðan tími leyfir, hugmyndafluginu eru engin takmörk sett. Í dag sagði einn nemandi að þetta væri sko skemmtilegra en nokkur skólastjóri gæti ímyndað sér. Hitt valið sem við segjum frá núna er eðlisfræðival. Þar verður blandað saman verkefnum sem snúast um krafta og hreyfingu og náttúruskoðun. Í dag voru krakkarnir að skoða ýmislegt úr náttúrunni í nýju snjall-smásjánum sem við keyptum í sumar. Það var oborganlegt að sjá svipbrigðin á þeim þegar þeir sáu hárin á fótum köngulóar og loftaugu á laufblaði. Vonandi verður þetta til að vekja meiri áhuga á námi og lífinu í kringum okkur.
Ég ætla svo aðeins að minnast á bílastæðamál. Það er oft hreint öngþveiti hér á morgnanna þegar foreldrar eru að koma með börnin sín í skólann. Við höfum áhyggjur af slysahættu á bílastæði starfsmanna þegar foreldrar keyra þar til að koma með krakkana. Þar er ekki hringakstur og því verður fólk að bakka í kringum litlu skólabörnin okkar, sem alltaf skapar hættu. Svo minni ég líka á að þessi stæði eru bara ætluð þeim sem vinna í Varmárskóla.
Að lokum er gaman að geta þess að nú er gömlu dansa þema í danstímum hjá Írisi. Þegar skólastjórann bar að garði um daginn var dansaður skottís með mikilli gleði eins og hér má sjá. https://www.youtube.com/shorts/yJgmwWEHEog?feature=share
Þó að skólinn bjóði allskonar fjölbreytt verkefni má ekki gleyma því að lestur, skrift og stærðfræði eru undirstaða alls náms og því alltaf jafn mikilvægt að muna að lesa heima. Þess duglegri sem maður er að æfa sig þess meiri árangri getur maður vænst að ná.
Hafið það gott um helgina
Starfsfólkið í Varmárskóla