Fréttasafn
2024
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
febrúar, mars, apríl, maí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2014
2013
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september.
2012
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2011
febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2010
Vikufréttir Varmárskóla 30.ágúst 2024
30.08.2024 16:05Nú er fyrsta heila skólavikan liðin, við ætlum varla að trúa því. Hér hefur verið margt í gangi og sum tannhjólin hafa aðeins hökt í startinu en þetta er allt að koma. Okkur hefur fjölgað og erum núna 399 og eigum von á einum nýjum nemanda í viðbót. Þetta er um 7% fjölgun milli ára.
Við fórum í gönguferðir á fellin í Mosó á miðvikudaginn og vorum bara nokkuð heppin með veður. Þetta var dásamlegur dagur sem sýndi nemendum svo ekki verður um villst að þeir geta gert allskonar hluti, jafnvel þá sem virðast vera erfiðir. Mikið er unnið með samvinnu, gleði og hjálpsemi í svona ferðum og allir standa uppi sem sigurvegarar eins og sjá má á þessum stutta myndbandsbút https://www.youtube.com/watch?v=C26ssC37Esc
Fyrsti bekkur er enn að átta sig á húsnæðinu sem er alveg skiljanlegt því hér eru margir gangar og hæðir og fyrir suma er það mjög spennandi.
Við erum að vinna með orðaforðann í Áttavitanum okkar. Áttavitinn segir okkur hvernig er gott og gagnlegt að haga sér, bæði í skólanum og annars staðar.
Við höfum ekki farið varhluta af umræðunni um aukið ofbeldi barna og ungmenna. Kæru foreldrar það er svo mikilvægt að við sköpum börnunum okkar öruggt umhverfi og að þau læri að mæta þörfum sínum á jákvæðan hátt. Það er mikilvægt að við tölum um þetta og jafnframt um hvernig við getum verið örugg í samfélaginu okkar. Best er að ræða þetta vel og vandlega áður en unglingsárin skella á. Ég set hér með hlekk á grein eftir Ársæl Arnarson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla íslands
Við minnum á að með nýjum reglum eru engir nemendur Varmárskóla nógu gamlir til að vera á rafmagnshlaupahjólum. Ef út af bregður með þetta geymum við hjólin og biðjum foreldra að sækja þau.
Valið á miðstigi, miðstigsmix, fór af stað í dag. Það var smá kaos í upphafi því margir voru búnir að gleyma hvað þeir völdu í vor og trúðu bara ekki kennurunum fyrr en þeir fengu að sjá valblöðin, en allt fór þetta vel að lokum og hér voru 14 mismunandi viðfangsefni í gangi eftir hádegið. Myndir frá valhópunum munu tínast inn næstu daga en með þessari frétt fylgir mynd frá fjallgönguvalinu í blæstrinum í dag.
Hafið það gott um helgina og góða skemmtun Í túninu heima.
Starfsfólkið í Varmárskóla