logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

19.05.2023 15:31

Þá er þessi stutta vika liðin undir lok. Svona vikur eru mörgum börnum erfiðar þar, sérstaklega þeim sem þurfa mikla reglufestu. Það er enn yfirvofandi verkfall í næstu viku en við vonum að samningar náist fyrir þann tíma. Þið fenguð áætlun um viðbrögð okkar við yfirvofandi verkfalli í mentorpósti í dag og við vekjum sérstaka athygli á að viðbragðsáætlunin er ekki eins fyrir báða dagana.

Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt og í þessari viku lærðum við að það geta víst allir gangsett rafmagnshlaupahjólin sem algengast er að nemendur séu á. Við höfum talsverðar áhyggjur af þessu því okkar fólk fær oft hugmyndir og framkvæmir þær strax án þess að hugsa sig mikið um og eins erum við marga sem eiga það til að fikta í óvitaskap og geta þá gangsett hjól. Við biðjum ykkur foreldra því að tryggja það að hlaupahjól barnanna ykkar séu með góðum lásum og ítreka við þau að skilja hjólin alltaf eftir læst. Nemendur eiga svo að sjálfsögðu auðvitað alltaf að vera með hjálm á svona hjólum.

Undirbúningur fyrir vorhátíð 31.maí og 1.júní er á fullu í skólanum og spenningur vegna hennar fer vaxandi. Allt verður með hefðbundnu sniði, tvær sýningar hvorn dag, kl.16:30 og 18:00. Þetta verður auglýst nánar í næstu viku. Það er þó líka mikilvægt að halda festu í skólastarfinu og með þessari frétt fylgir mynd af dásamlegum lestrarhestum frá því í morgun.

Það er svo starfsdagur hjá okkur á mánudag og því ekki skóli hjá nemendum fyrr en á þriðjudag.

Ef til verkfalls kemur 23.-24. maí, verður skóli frá 8:10 – 9:30 á þriðjudag, verkfalli er svo lokið kl.12:00 og þá hefst aftur dagskrá samkvæmt stundatöflu en ekki verður hægt að hafa mat.

Á miðvikudag verður þá skóli fyrir 1.-4.bekk frá 8:10 – 9:30. Frístund verður opin fyrir 15 börn, miðað er við að foreldrar nemenda í 1.bekk geti sótt um að fá að nýta pláss. Sérstakur póstur kemur frá Frístund um það. Skóli verður fyrir 5.bekk 8:10-9:30 og aftur frá 12:45-14:10. Fyrir 6.bekk verður skóli frá 8:10-9:30 og svo aftur frá 12:20-14:10.  Ekkiv erður ávaxtabiti eða matur.

Við vitum að þetta skapar allskyns óþægindi fyrir foreldra og vonum innilega að aðilar nái að semja áður en þetta á að skella á.

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira