logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

19.04.2023 13:51

Þá er þessari stuttu viku að ljúka. Hér hefur allt gengið sinn vanagang og verið fremur rólegt. Margir nýta góða veðrið til meiri útivinnu en venjulega og oftast eru nemendur mjög ánægðir með það. Við höfum talsvert fjallað um samskipti á neti að undanförnu og erum nú að skipuleggja frekari fræðslu um slík samskipti bæði fyrir nemendur og foreldra. Það er svo mikilvægt að við hjálpum börnunum okkar að takast á við þann heim sem þau lifa og hrærast í og þess vegna þurfum við, fullorðna fólkið, að vita hvað er um að vera í netheimum hjá þeim til að geta leiðbeint þeim. Oft heyrum við foreldra segja ,,æ, ég veit ekkert um þessi netsamskipti” en það er bara ekki boði lengur. Við vitum að foreldrar vilja gera það sem þeir geta til að búa börnum sínum góða daga og það viljum við líka. Vonandi getum við boðið fræðsluerindi um netuppeldi áður en skóla lýkur svo foreldrar hafi fleiri tæki í verkfærakistunni sinni.

Við minnum svo á að á morgun er sumardagurinn fyrsti og því ekki skóli og á föstudag er starfsdagur og þá er bæði lokað í skólanum og frístund.

Með þessari frétt fylgir sumarkveðja frá 1.bekk.

Gleðilegt sumar

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira