logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

31.03.2023 15:15

Í vikunni sem er að líða voru foreldraheimsóknir hjá bæði 5. og 1. bekk. Nemendur 5.bekkjar sýndu foreldrum sínum fugla sem þeir höfðu gert líkön af og hver og einn flutti einnig fróðleikserindi um sinn fugl. Í 1.bekk sýndu nemendur foreldrum sínum skemmtiatriði, bæði söngva, brandarar og leikrit, sem búið var að æfa. Það krefst hugrekkis að koma fram fyrir aðra og eldri nemendur eru oft enn feimnari við það en þeir yngri. Þetta er því mikilvæg æfing fyrir börnin og eflir sjálfstraust þeirra.  Takk fyrir komuna öll sem eitt.

Myndirnar sem fylgja þessari frétt eru af páskaföndri sem nemendur í 2.bekk unnu.

Í dag er svo síðasti dagur fyrir páskafrí og skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11.apríl.

Vonandi geta allir átt góðar stundir í leyfinu

Kveðja

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira