logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

03.03.2023 14:19

Dásamleg vika að baki., dagurinn í dag var meðal annars nýttur í margskonar útiveru í góða veðrinu, umhverfi Varmárskóla býður upp á fjölmörg tækifæri til náttúruupplifunar og kennarar eru útsjónarsamir við að flétta slíkt inn í kennsluna sína.

Nemendur í 5. og 6.bekk gátu valið sér verkefni í verkgreinum þessa vikuna. Það er ekki bara vegna handverksins heldur líka til að efla sjálfstæði, æfa sig í að standa með sjálfum sér og við það sem maður hefur valið. Það er svo gaman að sjá hvernig nemendur sökkva sér ofan í viðfangsefni og þar skiptir áhuginn miklu máli. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru fjölbreytt verkefni í boði og við vonumst til að geta gert enn betur í þessu á næsta ári. Fyrir páskafrí munu nemendur núverandi 4. og 5. bekkjar verða beðnir um að koma með tillögur að því sem þá langar til að hafa í valvikum næsta árs.

Þriðji bekkur bauð svo foreldrum í heimsókn til að skoða afrakstur af geimþema sem hefur verið í gangi þar síðustu vikur. Það var frábær mæting og ég er viss um að margir foreldrar fengu nýja fróðleiksmola hjá börnum sínum sem fræddu gesti um plánetur og fleira.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira