logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

16.12.2022 12:20

Við höfum fundið nokkuð fyrir jólaspenningi hjá nemendum síðustu daga og sérstaklega eftir að jólasveinarnir hófu komur sínar til byggða og fóru að gefa skóna. Þessi tími er bæði skemmtilegur og erfiður fyrir marga og oft talsverður samanburður í gangi um gjafmildi sveinanna.

Í aðdraganda jóla fást allir við verkefni tengd jólahátíðinni á einn eða annan hátt og margar fallegar skreytingar eru komnar upp á veggi skólans.

Við vorum svo heppin að A-sveit Skólahljómsveitarinnar hélt tónleika fyrir nemendur 1.-3.bekkjar á fimmtudaginn og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum komu margir gestir utan úr bæ líka á tónleikana.

Fyrsti bókabunkinn sem keyptur var fyrir gjöf Foreldrafélagsins er kominn í hús og krakkarnir bíða spenntir eftir að lesa nýjustu bækunar. Þetta var frábært framlag sem mun sannarlega koma krökkunum okkar til góða. Við klárum svo innkaupin eftir áramótin.

Á mánudag er venjuleg dagskrá hjá okkur en á þriðjudag eru ,,litlu jólin” og þá er óhefðbundin dagskrá. Skóli hefst hjá öllum klukkan 9:00 þann dag og stendur til 12:00. Ekki er hádegismatur fyrir nemendur þennan dag.

Í bekkjunum verður margskonar dagskrá skipulögð af kennurum og nemendum og svo verður dansað kringum jólatré á sal í þremur hollum.  Allir mega koma með ,,sparinesti” þennan dag. Kennarar árganga senda nánari upplýsingar.

Gæsla verður í boði fyrir þá nemendur 1.-4.bekkjar sem eru í Frístund frá því að skóla lýkur og þar til starfið þar hefst kl.13:00.  Umsjónarkennarar hafa óskað eftir upplýsingum frá foreldrum um óskir um gæslu og Frístund þennan dag. 

Rúta til og frá skóla 20.des. verður eins og taflan hér að neðan sýnir. Aðeins eru heimferðir frá skólanum klukkan 12:00.

Þriðjudagur 20.desember skólaakstur
Bíll 1 Bíll 2 Bíll 3
8:40 Tunguvegur - Vogatunga - Kvíslartunga 8:35 Reykjalundur 8:40 8:53 8:55 Egilsmói- Reykjahliðarvegur Æsustaðavegur (Skilti: Mos Skógar camping) - Hraðastaðir/Gljúfrasteinn - Mosfellsvegur - Víðir - Tjaldnes
8:40 Reykir kjúklingabú
 
8:48 Reykjavegur
8:53 Varmárskóli 8:55 Varmárskóli 8:58 Varmárskóli
12:00 Varmárskóli 12:00 Varmárskóli 12:00 Varmárskóli
12:13 Kvíslartunga - Vogatunga - Tunguvegur 12:08 Reykjavegur
12:12 12:16 12:20
Egilsmói- Reykjahliðarvegur Æsustaðavegur (Skilti: Mos Skógar camping) - Hraðastaðir/Gljúfrasteinn - Mosfellsvegur - Víðir - Tjaldnes
12:14 Reykir kjúklingabú
12:20 Reykjalundur

 


Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira