logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

09.09.2022

Kennarar í skólanum hafa verið duglegir að nýta góða veðrið til að gera kennsluna fjölbreyttari. Nemendur eru duglegir við að taka upp rusl á skólalóðinni og sýna með því ábyrgð í umgengni. Farið hefur verið í margar gönguferðir og meira að segja danskennslan var færð út einn daginn. https://youtu.be/cLpbnLIU1E0

1.bekkur er svo heppinn að hafa harmonikkuleikara í sínu starfsliði og þau nýta það svo sannarlega til að efla gleði og samstöðu eins og sjá má á þessu myndbandi hér. https://youtu.be/DpLsCyFMHL0

Hápunktur vikunnar hjá 5. og 6. bekk var í morgun þegar nemendur fengu hver og einn ipad til að vinna með í skólanum. Þetta mun auka verulega möguleika kennara til að nýta námsforrit eins og google classroom og vonandi einnig gera námið fjölbreyttara fyrir nemendur því með ipad er auðvelt að gera allskyns glæru- og video verkefni sem krökkum finnst yfirleitt áhugaverðara en margt annað.

Haustfundir fyrir foreldra eru framundan og Aðalfundur foreldrafélags Varmárskóla verður miðvikudaginn 14.september kl.18:00 í skólanum. Gott samstarf foreldra og skóla er einn af lykilþáttum í vellíðan barna í skóla og því mikilvægt að foreldrar líti á sig sem einn af megin hlekkjunum í skólagöngunni. Það er ómetanlegt fyrir okkur að hafa svona jákvætt, gott og öflugt foreldrafélag sem styður við starfssemi skólans með hag barnanna okkar að leiðarljósi.  Þá er einnig rétt að minna á að fræðslufundur fyrir bekkjarfulltrúa og aðra áhugasama foreldra verður haldinn í framhaldi af aðalfundi foreldrafélagsins. Skráningar á námskeiðið eru á netfangið varmarskolaforeldrafelag@gmail.com

Hafið það gott um helgina

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira