logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

11.02.2022 16:33

Þó að vikan hafi byrjað brösuglega hjá okkur eins og öðrum endaði hún skemmtilega eins og allar vikur í Varmárskóla. Snjórinn hefur verið nýttur í margvísleg verkefni og upplifanir. Það hefur verið virkilega gaman fyrir nemendur að leika sér í frímínútum, gera virki og renna á rassaþotunum og allt hefur það verið stórslysalaust.

Þessa dagana er verið að vinna með margbreytileika mannlífsins í öllum árgöngum skólans. Verkefnin eru fjölbreytt og beinast að flestu því sem greinir okkur að sem manneskjur, aldri, fjölskyldugerð, kyni, trúarbrögðum, upplifunum, húmor og mörgu fleiru. Í meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um hvernig nemendur þeyta yfir sig snjó og finna kuldann frá honum, samvinnu um lausn á því viðfangsefni að ná í grýlukerti, vinnu með margbreytileika mannlífsins í gegnum bækurnar um Herramenn og ólík ættartré og svo að lokum teiknimyndasögu frá nemanda í 6.bekk um ólík viðbrögð sem fólk fær við tilfinningum sínum og svo athöfnum.

Við minnum á að í næstu viku er vetrarfrí og því aðeins skóli hjá nemendum á mánudag og þriðjudag.

Hafið það gott um helgina.

Kveðja

Starfsfólkið í Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira