logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

07.01.2022 18:25

Þessi fyrsta vika hefur verið skrautleg hjá okkur. Forföll hafa verið talsverð og mest hefur vantað 20 starfsmenn og 96 nemendur. Eftir því sem við best vitum eru þó aðeins þrír nemendur og einn starfsmaður með covid-19, annað er vegna sóttkvíar og annarskonar forfalla. Það er eðlilega flókið að skipuleggja skólastarfið við þessar aðstæður en við reynum að láta þetta allt ganga upp.

Ákveðið hefur verið að skólar í Mosfellsbæ taki þátt í nemenda- og foreldrakönnunum Skólapúlsins. Þessara kannanir eru gerðar til að fylgjast með líðan og viðhorfum og niðurstöður verða notaðar sem hluti af mati á skólastarfi og munu fléttast inn í umbótaáætlanir skólanna. Foreldrakönnunin verður framkvæmd næstu daga og foreldrar munu fá hlekk með spurningum. Við gerum ráð fyrir að allir vilji vera með okkur í þessu verkefni en ef fólk einhverra hluta vegna óskar eftir að vera ekki þáttttakendur í þessu mati er það beðið að senda póst á varmarskoli@mosmennt.is ekki síðar en 14.janúar.

Varðandi bólusetningar höfum við fengið tilkynningu um að nemendum Varmárskóla verði boðin bólusetning frá hádegi fimmtudaginn 13.janúar. Bólusett verður í Laugardalshöll og eru foreldrar beðnir um að mæta með börn sín þar eftir skipulagi sem heilsugæslan mun kynna. Til að tryggja persónuvernd hefur verið ákveðið að skóla ljúki klukkan 11:00 þennan dag. Skólabílinn mun aka sína venjulegu heimakstursleið klukkan 11:05. Venjulegt starf verður í Frístund frá klukkan 13:20. Framkvæmd bólusetninga er á vegum heilsugæslunnar og er eins í öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira