logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólabyrjun í janúar 2022

02.01.2022 18:18

Við minnum á að á morgun er skipulagsdagur í skólanum og skóli hefst svo hjá nemendum 4.janúar. Eins og kom fram í bréfi sem framsent var frá Almannavörnum munum við gera okkar besta til að halda úti eðlilegu skólastarfi við þessar krefjandi aðstæður sem nú eru uppi. Það má þó gera ráð fyrir auknum forföllum vegna veikinda og ef starfsmenn þurfa að fara í sóttkví. Við munum reyna að manna öll forföll en höfum þó eftirfarandi til viðmiðunar. Fyrst er reynt að manna með kennurum sem ekki eiga að vera í kennslu, ef það dugar ekki er sérkennsla felld niður og sérkennarar taka bekki. Ef það dugar ekki til getur komið til þess að stuðningsfulltrúar séu beðnir um að gæta nemenda og jafnvel að eldri nemendur (5. og 6. bekkur) verði sendir heim áður en skóladegi á að ljúka.

Við vonum að þið hafið skilning á þessu.

Bestu kveðjur með von um áframhaldandi gott samstarf.

Starfsfólk Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira