logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vikufréttir Varmárskóla

26.11.2021 15:00

Það gengur mjög vel hjá nemendum að minnka leifar í matsalnum, markmiðið var minnka leifar um 25% og komast niður í að það sem hent er að loknum matartíma fari ekki yfir 6,98 kíló á dag. Það það hefur gengið glimrandi vel, aðeins einu sinni frá því að átakið hófst höfum við farið yfir þá þyngd svo það eru allar líkur á að við uppskerum poppveisluna sem lofað var ef markmið næðist.

Við höfum gert smávægilegar breytingar í matsalnum vegna sóttvarna og nemendur hafa verið jákvæðir og duglegir við að hjálpa okkur að halda þær takmarkanir sem við höfum þurft að gera.  Þegar smit greinast hjá okkur hefur smitrakningateymi almannavarna samband og við förum í smitrakningu. Stundum þarf að rifja upp nokkra daga til baka, það er hver sat hvar og hverja nemendur og starfsfólk hafa verið í sambandi við þann tíma sem líklegt er að þeir hafi verið útsettir fyrir smiti. Þegar búið er að finna út úr því er hringt í þá sem eiga að fara í sóttkví og fólk hefur verið einstaklega skilningsríkt og tekið því vel þegar hringt er í það seint að kvöldi til að tilkynna um slíkt. Við þökkum kærlega fyrir það.  En við höfum ekki fengið neitt covid smit í þessari viku og engir starfsmenn hafa verið í sóttkví sem er óneitanlega léttir.

Af daglega starfinu með nemendum er alltaf úrval af skemmtilegum fréttum sem hægt er að segja frá. Með þessari frétt fylgir mynd af verslun sem búið er að setja upp í 2.bekk.  Í þeirri verslun er ekki bara verið að læra á peninga, reikna verð og gefa til baka, þar eru einnig stífar leiðbeiningar um hvernig á koma fram, bjóða góðan daginn, spyrja: ,,hvað má bjóða þér” og þakka fyrir sig. Þannig fléttast vinna með samskipti inn í flest sem við gerum þó að það sé ekki alltaf augljóst.

Hafið það gott um helgina

Starfsfólk Varmárskóla

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira