logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Varmárskóli fær Grænfánann í fjórða sinn

11.06.2019
Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö en þau eru: 1. Umhverfisnefnd starfar við skólann. 2. Mat á stöðu umhverfismála. 3. Áætlun um aðgerðir og markmið. 4. Eftirlit og endurmat. 5. Námsefnisgerð og verkefni. 6. Að upplýsa og fá aðra með. 7. Umhverfissáttmáli skólans. Þegar skrefunum er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.
Varmárskóli fékk Grænfánann árið 2012 og var honum flaggað í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn á 50 ára afmæli skólans. Nýverið bárust þær ánægjulegu fréttir að Varmárskóli hlyti Grænfánann í fjórða sinn sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólanum, en að þessu marki hefur verið unnið markvisst síðastliðin ár. Afhendingin fór fram þann 5. júní samhliða skólaslitum. Á meðfylgjandi mynd sjást fulltrúar umhverfisnefndar taka við Grænfánanum frá Margréti Hugadóttur frá Landvernd.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira