logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Upplýsingafundur bekkjarfulltrúa í Varmárskóla

29.04.2019 22:13

Þann 29. apríl var boðað til upplýsingafundar bekkjarfulltrúa í Varmárskóla. Á fundinn mættu um 60 foreldrar og um 40 starfsmenn. Á fundinum var í upphafi farið breitt yfir sviðið og fundurinn opnaður af skólastjórum og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.

Farið var yfir líðan og samskipti nemenda, niðurstöður prófa og stöðu húsnæðismála í Varmárskóla. Þá voru góðar umræður um efni fundarins. Í lok fundar sögðu skólastjórar frá fyrirhuguðum þjóðfundi um málefni Varmárskóla sem boðað verður til í september.
Hér að neðan eru á pdf formi þær kynningar sem áttu sér stað á fundinum.

Glærur stjórnenda

Glærur Umhverfissviðs


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira