logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Viðurkenningar fyrir góðan árangur

12.04.2019

Viðurkenningar voru veittar á sal eldri deildar þeim nemendum sem hafa skarað fram úr í hinum ýmsu keppnum fyrir hönd skólans/Bólsins það sem af er skólaárinu.

 

Jólastjarna Björgvins og sigurvegari í söngvakeppni Samfés

Þórdís Karlsdóttir –

 

Upplestrarkeppnin

Keppendur fyrir hönd Varmárskóla voru: Eyvör Stella Þ. Guðmundsdóttir 7. SG, Halla Katrín W. Ólafsdóttir 7. IÓ, Haraldur Ingi Matthíasson 7. IÓ, Úlfhildur Stefanía Jónsdóttir 7. ARÓ og Valgerður Kr. Dagbjartsdóttir 7. ARÓ. Þau stóðu sig öll með sóma.

 

Verðlaunamyndir á boðskort Stóru upplestrarkeppninnar

Bergdís Heba Rúnarsdóttir 7. SG

Emilía Ýr Heiðarsdóttir 7. SG

 

Spurningakeppni grunnskólanna

Lið Varmárskóla sigraði Spurningakeppni grunnskólanna. Í liðinu eru Magnús Gunnar Gíslason í 10. HMH, Hálfdán Árni Jónsson og Guðmundur Auðunn Teitsson í 10. HLB. Bjarni Kristbjörnsson í 10. EJÚ varamaður.

 

Skólahreysti

Keppendur tóku rösklega á og náðu 2. sæti í sínum riðli. Egill Steingrímur Árnason 10. HLB, Emma Sól Jónsdóttir 10. HLB, Brynjar Óli Liljuson 9. GÁS og Kristín Gyða Davíðsdóttir. 10. HLB. Varamenn voru Lára Ívarsdóttir 10. EJÚ og Guðmundur Auðunn Teitsson 10. HLB.

Hrikalega flottur árangur hjá okkar nemendum bæði í keppninni og stúkunni. Það var alveg augljóst að við eigum ekki bara góða keppendur, heldur líka lang kraftmestu krakkana í stúkunni og á tímabili héldu viðstaddir að þakið myndi rifna af.

 

Rímnaflæði RÚV og Samfés

Fulltrúar Varmárskóla tóku þátt í Rímnaflæði RÚV og Samfés fyrir hönd Bólsins og unnu keppnina! Þátttakendur voru: Böðvar Guðmundsson 9. GÁS, Arnór Dagur Þóroddsson 9. GÁS, Bjartur Snær Jónsson Jónsson 9. GÁS og Valtýr Eðvarðsson 9. HG.

 

Stærðfræðikeppnir

Þórir Hlynsson, 8 ÁB var í úrslitum í PANGEA stærðfræðikeppninni

Magnús Gunnar Gíslason 10 HMH var í verðlaunasæti í stærðfræðikeppninni Borgó

Arnar Kári Matthíasson 10 EJÚ var með hæsta skor í Evrópukeppni í fjármálalæsi í Varmárskóla


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira