logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Að láta gott af sér leiða

12.04.2019
Nemendur 9.bekkjar í Varmárskóla unnu að þemaverkefni í vetur. Verkefnið sem bekkurinn fékk í hendurnar var að láta gott af sér leiða. Árgangurinn skreyti kerti með handteiknuðum myndum nemenda ásamt ljóðum og texta með tilvísun í vináttu og samkennd. Markmiðið var að selja kertin og safna fé til góðgerðamála. Fyrir valinu var að styrkja Ásgarð hér í Mosfellsbæ og Fjölskylduhjálp Íslands. Nemendur seldu kertin á foreldrakvöldi og gekk salan vel enda einstaklega falleg vara sem krakkarnir gerðu, aðeins örfá kerti eru eftir. Ásgarður tók á móti nemendum fyrir jól þegar þau afhentu styrkinn og þökku við kærlega fyrir hlýjar móttökur starfsmanna. Styrkur til Fjölskylduhjálpar var veittur núna fyrir páska.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira