logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vel lukkuð árshátíð 2019

08.04.2019

Árshátíð eldri deildar var glæsileg að vanda þar sem starfsfólk sá um að þjóna nemendum til borðs. Góður rómur var gerður að matnum, salurinn var hátíðlega skreyttur og nemendur mættu prúðbúnir á glæsilega hátíð. Undirbúningurinn var í höndum 10. bekkja, Hönnu Maríu og Rakelar umsjónarmanna félagsstarfs skólans, Gróu og Helgu skólaliða og Betu myndmenntakennara.

Þórdís Karlsdóttir söng nokkur lög við mikinn fögnuð gesta og fulltrúar 10. bekkinga sáu um veislustjórnina. Síðan var dansað fram á kvöld við fjölbreytta tónlist.

Árshátíð 7. bekkja var svo daginn eftir og aðstoðuðu nemendur úr 10. bekk við undirbúninginn. Grillaðir voru hamborgarar og allir fóru sælir og glaðir heim eftir góða skemmtun.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira