logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Stóra upplestrarkeppnin

04.04.2019 11:37

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 21. skipti í Mosfellsbæ fimmtudaginn 28. mars. Keppnin í ár var haldin í Varmárskóla. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar frá Lágafells- og Varmárskóla. Keppendur fyrir hönd Varmárskóla voru: Eyvör Stella Þ. Guðmundsdóttir 7. SG, Halla Katrín W. Ólafsdóttir 7. IÓ, Haraldur Ingi Matthíasson 7. IÓ, Úlfhildur Stefanía Jónsdóttir 7. ARÓ og Valgerður Kr. Dagbjartsdóttir 7. ARÓ.

Margt var um manninn og hátíðin glæsileg að vanda. Gestir fengu að heyra keppendur lesa brot úr sögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og Ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. Þá söng skólakór Varmárskóla nokkur lög undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar.

Allir keppendur stóðu sig með miklum sóma og var hópurinn ótrúlega góður að þessu sinni en í lokin stóðu þrír eftir sem sigurvegarar kvöldsins.

Alex Máni Hrannarsson 7.-IRÍ Lágafellsskóla hlaut fyrsta sætið, annað sætið hlaut Aron Valur Gunnlaugsson 7.-JLS einnig í Lágafellsskóla og þriðja sætið fékk Halla Katrín W. Ólafsdóttir 7.-IÓ Varmárskóla. Við óskum verðlaunahöfunum öllum innilega til hamingju.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira