logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Góður árangur í Byrjendalæsi hjá 1.bekk

14.05.2018 14:07

Fyrsti bekkur hefur í vetur tekið skimunarprófið Læsi. Það samanstendur af þremur prófum og það síðasta var nú lagt fyrir í apríl. Skólar sem taka þátt í Byrjendalæsi taka þessi próf og var nemendafjöldi í þessum skólum í fyrsta bekk 1017 nemendur. Þar af tóku 952 nemendur þetta próf af landinu.

Almenn viðmið um viðunandi árangur er 61% og þar yfir.  Árangur Varmárskóla var mjög góður en viðunandi árangri þ.e. yfir 61% náðu 87% nemenda skólans en á landinu er talan 70%.

Við erum stolt af nemendum okkar og ekki síst af kennurum sem hafa unnið ötulega að því að byggja upp nám fyrir börnin á spennandi og uppbyggjandi hátt.

Niðurstöður fleiri kannana má sjá hér undir Mat á skólastarfi

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira