logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Verklegur líffræðitími hjá 10. árgangi

19.01.2018
Nemendur í 10. bekk hafa verið að læra um hjarta og blóðrás í líffræði. Í kjölfarið var unnið með kindahjörtu, þau krufin, skoðuð, vigtuð, mæld í bak og fyrir, sýni tekin og skoðuð í smásjám sem víðsjám. Í samvinnu við eldhús/starfsfólk skólans var nemendum verkefnisins boðið upp á steikt lambahjörtu sem góður rómur var gerður að og kunnum við starfsfólki eldhúss hinar bestu þakkir fyrir. Nemendur vorueinstaklega áhugasamir, tóku þátt og unnu samviskusamlega að verkefnum sínum.


Hér má sjá áhugasama nemendur að störfum

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira