logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Upplýst börn!

06.09.2017
Í gær þriðjdaginn 5. september fengu öll börn í 1. og 2. bekk í Mosfellsbæ afhend til eignar endurskinsvesti frá Heilsuvin, heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ í samvinnu við TM. Þetta er gjöf sem kemur í góðar þarfir þegar verkefnið gögnum í skólanum hefst formlega á morgun.Nauðsynlegt er að vera vel merktur í umferðinni nú þegar skyggja fer. Barn með endurskin sést betur í skammdeginu en hafi það ekki endurskin.Vestin eru gefin í forvarnatilgangi og eiga að nýtast hið minnsta næstu tvö árin.Það er góð regla að setja skólabarnið í vestið áður en skólataskan er sett á bakið. Hvoru tveggja á að vera jafnsjálfsagt.Tökum höndum saman og aukum öryggi barnanna okkar í umferðinni. Sjáum til þess að öll börn séu vel upplýst í skammdeginu!
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira