logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skákkennsla í 4.bekk

20.01.2017
Í vetur hefur verið skákkennsla í 4.bekk. Kennari er Sóldís Björk Traustadóttir. Sótt var um styrk til Skáksambands Íslands og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að fá að taka þátt í verkefninu "Skák eflir skóla - kennari verður skákkennari" og fékk skólinn inn í það verkefni. Það felst í ráðgjöf frá Skáksambandi Íslands og 30.000.- króna styrk. Stefán Bergsson skákmeistari og verkefnastjóri hjá Skáksambandinu hefur komið í Varmárskóla með leiðsögn til okkar. Fyrir styrkinn keypti skólinn skákklukkur og hefur það verið mikilvægur þáttur til að efla skákkennsluna enn frekar. 

Sjá má myndir hér: Skák eflir skóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira