logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sædýraskoðun

19.12.2016
Foreldri í 4 ÁH kom með fiskikar. Í karinu var tindabikkja, sækónguló, hveljusogfiskur og þorskur. Nemendur í mörgum bekkjum fengu að skoða fiskana. Þeim fannst mjög gaman skoða fiskana og snerta, sérstaklega hveljusogsfiskinn. Hveljusogfiskur er líka kallaður "barbapabbi" vegna litarins og útlitsins. Hann er bleikur að lit, umlukinn glærri, hlaupkenndri hvelju og afar viðkvæmur. Á foreldrið miklar þakkir skilið. MyndirTil baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira