logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fallega skreyttur skóli

19.12.2016
Föstudaginn 2. desember ómuðu jólalög um gangana í eldri deildinni. Nemendur myndskreyttu gluggana og útbjuggu jólapakka sem hengdir voru upp í stofum. Sú hefð hefur skapast að veita verðlaun fyrir þrjár best skreyttu hurðirnar og best skreytta gluggann.Niðurstaðan var:1. sæti hurðarskreyting- 9. HLB2. sæti hurðarskreyting - 10. KH3. sæti fyrir sameiginlega skreytingu á gangi – 8. KMH og 8. KH9. DJ hlaut verðlaun fyrir best skreytta gluggann.Við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju og erum ánægð með listsköpunina og metnaðinn sem lagður var í skreytingarnar. Myndir af skreytingunum eru á myndasíðu.Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira