logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Varmárskóli fær Grænfánann í þriðja skiptið!

16.09.2016 17:56
Á degi íslenskrar náttúru 16. september 2016 fékk Varmárskóli afhentan Grænfánann í þriðja sinn. Nemendur söfnuðust úti við flaggstangir skólans, tóku á móti Grænfánanum og fögnuðu ásamt starfsfólki. Margrét Hugadóttir frá Landvernd afhenti umhverfisnefnd skólans fánann og var honum flaggað. Að því loknu söng skólakór Varmárskóla skólasönginn og allir tóku vel undir. 

Það er frábær árangur fyrir skóla eins og Varmárskóla sem er einn af þremur stærstu skólum landsins að ná markmiðum í þriðja sinn er tengist umhverfismálum. Umhverfisnefnd skólans undir styrkri stjórn Guðmundar Ómars hefur unnið frábært starf og erum við ákaflega stolt af þeim. Til hamingju Varmárskóli!

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira