logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Dansað gegn ofbeldi í Varmárskóla

22.02.2016 13:42

Nemendur í eldri deildinni dönsuðu, sungu og brostu á sal á föstudaginn. UN Women á Íslandi stóð fyrir dansbyltingunni Milljarður rís um allt land föstudaginn, 19. febrúar. Í ár var dansinn tileinkaður konum á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín. Við létum ekki okkar eftir liggja og risum gegn ofbeldi með dansinn að vopni.

Það var einstaklega ánægjulegt að sjá yfir 300 nemendur sameinast í taktföstum dansi. En fulltrúar 10. bekkja leiddu dansinn og sáu um tónlistina og eiga hrós skilið fyrir fyrirmyndar framkomu. það sást líka svo greinilega að danskennslan í yngri deildinni skilar sér fullkomlega áfram.

Starfsfólkið hafði á orði að þetta þyrfti að endurtaka - Svona samtakamáttur ber svo sannarlega vitni um jákvæðan og uppbyggjandi skólabrag þar sem eldri nemendur eru frábærar fyrirmyndir hinna yngri og allir eru með.

Við viljum líka nota tækifærið og þakka þeim nemendum í 10. bekk, sem sáu um skemmtun á sal yngri deildar á öskudaginn, kærlega fyrir skemmtunina – Þið stóðuð ykkur einstaklega vel.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira