logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Takk fyrir frábæra þemadaga!

13.10.2015
Það verður að segjast eins og er að þemadagarnir í Varmárskóla þar sem öllum nemendum í 1.- 10. bekk var blandað saman í hópa tókst frábærlega. Elstu nemendur voru hópstjórar og þeir eiga heiður skilið hversu vel tókst til. Elstu krakkarnir okkar voru ótrúlega þolinmóðir, ábyrgðarfullir og jákvæðir í flestum tilvikum. Takk fyrir þetta krakkar.

Yngri nemendur voru duglegir að leita til eldri krakkanna og klárt mál að gildin okkar virðing - jákvæðni - framsækni og umhyggja voru áberandi hjá flestum nemendum. Myndir frá þemadögum má nálgast á myndasíðunni okkar og með því að smella hér.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira