logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Hollari haframjölskúlur-uppskrift

13.10.2015

Hér er uppskrift af hollari haframjölskúlum sem slógu í gegn á þemadögunum. Góðar haframjölskúlur sem börnin geta bakað.

Hollari haframjölskúlur - 30 stk

Blandið saman í skál og klípið smjörið saman við:

3 dl haframjöl
1 dl sesamfræ
100 g smjör
Bætið út í skálina og hnoðið saman við:
2 msk kakó
½ dl hunang
1 tsk vanilludropar

• Hnoðið í litlar kúlur og ef vill er hægt að velta þeim upp úr kókosmjöli.

FRÓÐLEGT
Á síðunni  www.eldumsaman.is er að finna fræðandi kennslumyndbönd sem börn geta nýtt sér við matreiðslu og bakstur.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira