logo
 • Virðing -
 • Jákvæðni -
 • Framsækni -
 • Umhyggja

Þemadagar 7. - 10. október í Varmárskóla

07.10.2015

Þemadagar í Varmárskóla
Dagana 7. - 10. október verða þemadagar í Varmárskóla hjá 1. - 10. bekk.

Við vekjum athygli foreldra á að skóladeginum lýkur kl. 13:10 þessa daga og leggjum áherslu á að nemendur komi klæddir eftir veðri.


Yfirskrift þemadagana er Heilbrigði og velferð. En heilbrigði og velferð er einn af fimm grunnþáttum menntunar og Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag.

Skipulag:
 1. Þemadagar verða miðvikudag, fimmtudag og föstudag.

 2. Skóla lýkur kl. 13:10 þessa daga. Þau börn sem eru í frístundaseli fara beint þangað.

 3. Rúta heim kl. 13:20

 4. Við bjóðum öllum nemendum upp á ávaxtabita í kaffinu og nemendur serm eru í áskrift í mötuneyti fá hádegismat áður en skóla lýkur

 5.  Öllum árgöngum verður blandað saman, sem er nýjung á þemadögum skólans.

 6. Við skiptum 740 nemendum upp í 36 hópa. Nemendur 10.bekkja verða hópstórar en kennarar sjá um stöðvastjórnunina. Í hverjum hópi verða tveir nemendur úr hverjum árgangi eða ríflega 20 nemendur í hóp. Auk þess verður hópur kennara í gulum vestum sem nemendur geta leitað til eftir þörfum.

 7. Allir nemendur fara í gegnum níu stöðvar og reiknað er með klukkustund á hverri stöð:

Sjálfsmynd
 • Forvarnir/skyndihjálp
 • Hreinlæti/snyrtimennska
 • Heimilisfræði
 • Myndlist
 • Náttúrufræði
 • Leikir/hreyfing
 • Hvíld/ Jóga
 • Hreyfing/velferð
 • Foreldrum er að sjálfsögðu velkomið að líta við. Látið vita af ykkur hjá ritara og þiggið kaffisopa. Það verður vel tekið á móti ykkur.

Gildin okkar verða höfð að leiðarljósi þessa daga sem og aðra:

Virðing - Jákvæðni - Framsækni - Umhyggja
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira