logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Eggjastuð hjá 6. bekk

12.06.2015

Á hverju ári hafa nemendur í 6.bekk Varmárskóla tekið þátt í vísindaverkefninu ,, Eggjastuð“.  Verkefnið felur í sér að pakka tveimur hráum hænueggjum inn í sömu pakkningu þannig að hægt sé að henda þeim fram af  svölum án þess að þau brotni.  Þetta er hópavinna og aðferðin við að pakka eggjunum er algjörlega frjáls.
Stærð pakkningarinnar mátti ekki vera meira en 20 X 20 X 20 cm. Verkefnið var svo merkt með nöfnum vísindamannanna og börnin fengu stig fyrir hvert heilt egg. Kennarar töldu stigin og merktu við. Í ár komu margar útfærslur í pakkagerðum og að venju var mikið stuð og gaman þegar Árni kennari henti pökkunum niður af svölum skólans. Að þessu sinni vann 6. GA eggjstuðið við mikinn fögnuð skólafélaga. Myndir

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira