logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Útivistardagar og skólaslit

08.06.2015 11:14
Mánudaginn 8. júní og þriðjudaginn 9. júní eru útivistardagar hjá nemendum Varmárskóla. óhefðbundið skólastarf tekur við þessa daga og nemendur eru meira og minna í vettvangsferðum.

Skóladagur nemenda lýkur kl. 13:00 þessa daga.

Skólaslit 10.bekkja fara fram í sal eldri deildar þriðjudaginn 9.júní kl. 19:30.
Skólaslit 1. - 9.bekkja fara fram miðvikudaginn 10. júní.

Nemendur mæta í skólann kl. 08:10 og eru með umsjónarkennurum. Klukkan 10:00 - 12:15 fara allir út á skólalóð og taka þátt í vorgleðinni okkar "Húllumhæ". Þá eru settar upp fjölmargar skemmtilegar stöðvar sem nemendur geta prófað sig áfram og átt skemmtilega stund saman. Foreldrar eru sérstaklega velkomnir til að koma og taka þátt í gleðinni með okkur. Þeir sem eru í mötuneyti fá pylsur, aðrir geta komið með pening og keypt sér pylsur, foreldrar velkomnir að gera það sama.

kl. 12:15 er hringt inn og nemendur fara inn í stofur til umsjónarkennara. Þar afhendir umsjónarkennari nemndum vitnisburðinn og kveðjur þá. Kl. 12:45 eru skólaslit og nemendur komnir í frí. Þeir nemendur sem eru skráðir í frístundasel fara þangað, nema foreldrar hafi komið skilaboðum til skólans um annað.


með kveðju
Starfsmenn Varmárskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira