logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litla upplestrarkeppnin hjá 4. ÁH

11.05.2015
Þann 28. apríl var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hjá 4 ÁH. Markmið keppninnar er að hver og einn bæti árangur sinn í upplestri og sé því í raun og veru að keppa við sjálfan sig til að ná því takmarki. Börnin eru búin að æfa sig í upplestri síðan í nóvember, nánar tiltekið daginn eftir dag íslenskrar tungu 16. nóvember. Börnin lásu ljóð og sögur, ýmist ein , nokkur saman eða í talkór. Börnin fengu viðurkenningarskjal þar sem Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar og Radda, samtök um vandaðan upplestur og framburð þakka þeim fyrir þátttökuna. Myndir má sjá hér.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira