logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

27.03.2015 14:28
Fimmtudaginn 26. mars var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í sal Lágafellsskólar. Síðan á degi íslenskar tungu þann 16. nóvember hafa íslenskukennarar skólans þjálfað nemendur í upplestri en fyrr í mánuðinum var haldin undankeppi þar sem þau Máni, Dagbjört, Ástrós, Patrekur Orri og Metta voru valin til að taka þátt í lokakeppninni fyrir hönd skólans. 

Eins og vanalega var lokahátíðin mjög hátíðleg. Skólakór Varmárskóra söng nokkur lög, nemendur úr 7. bekk beggja skólanna fluttu tónlistaratriði og bæjarstjóri Mosfellsbæjar ávarpaði samkomuna. Nemendur lásu þrisvar sinnum, fyrst texta eftir Guðrúnu Helgadóttur, síðan ljóð eftir Anton Helga Jónsson og að lokum ljóð að eigin vali.
Fjórir nemendur hlutu verðlaun fyrir myndskreytingu á dagskrá og tveir þeirra, þeir Egill og Matthías komu frá Varmárskóla. 

Dómnefndina í ár skipuðu þau Sigríður Johnsen, Hafstein Pálsson og Dóra Wild og fengu þau það erfiða verkefni að velja keppendur í þrjú efstu sætin. Svo fór að Máni Hákonarson úr 7.HLB hlaut þriðju verðlaun en nemendur úr Lágafellsskóla, þau Úlfur og Kría hlutu fyrsta og annað sætið. Við viljum óska öllum krökkunum innilega til hamingju með frábæran árangur í þessari skemmtilegu keppni. 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira