logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólahreysti

16.03.2015 14:41
Þann 5. mars tók Varmárskóli þátt í skólahreysti. Að venju var Varmárskóli með níu grunnskólum í undankeppni frá Kópavogi, Álftanesi og Kjalarnesi. Það má með sanni segja að keppendur ásamt stuðningsmönnum hafi verið skólanum og Mosfellsbæ til sóma í Mýrinni en Varmárskóli átti nánast stemmninguna og voru rauðir og litríkir.

Keppendurnir okkar sem tóku þátt að þessu sinni voru : Guðlaug Bergmann Sigfúsdóttir (hraðabraut), Nói Hrafn Atlason (hraðabraut), Emilía Núr Magnúsdóttir (armbeygjur og hreystigreip) Guðbjörn Smári Birgisson (upphýfingar og dýfur), Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (varamaður), Aron Kári Ágústsson (varamaður)

Varmárskóli endaði í 4. sæti með 38,5 stig og stóðu keppendurnir okkar með prýðum en við náðum 2. sæti í upphýfingum og einnig 2. sæti í hraðabrautinni og með fjórða besta tímann á öllu landinu sem er mjög góður árangur.

Myndir má sjá á þessari síðu:
http://www.landsbankinn.is/samfelagsleg-abyrgd/studningur-vid-samfelagid/skolahreysti/

Allar aðrar myndir frá keppninni eru á Facebook-síðu Skólahreysti: https://www.facebook.com/skolahreysti

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira