logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Lestarátak Ævars vísindamanns

13.03.2015 14:57
Undanfarna mánuði tók Varmárskóli þátt í Lestrarátaki Ævars vísindamanns en átakið var ætlað nemendum í 1.-7. bekk. Þátttaka skólans var liður í að auka lestur nemenda og vekja áhuga á lestri. Í byrjun mars sendi skólinn fullan kassa af lestrarmiðum til Heimilis og skóla sem aðstoðaði Ævar við keppnina. Auk þess héldum við okkar eigin keppni innan skólans og hlaut 2.SAH verðlaun fyrir að hafa lesið flestar bækur á meðan á átakinu stóð. 2.ÞF fékk verðlaun fyrir best unna lestrarkassann. Auk þessa fengu allir nemendur sem tóku þátt í átakinu sérstaka viðurkenningu frá skólanum.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira