logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Íþróttadagur í eldri deild

13.03.2015
Fimmtudaginn 12. mars var árlegur íþróttadagur haldinn í eldri deilinni. Skemmti starfsfólk og nemendur sér við hina ýmsu leiki í íþróttahúsinu undir dyggri stjórn Siggeirs og Kristínar. Til gamans má geta að nokkrir kennaranemar tóku virkan þátt í dagskránni. Til dæmis um það sem gert var má nefna árlegt reipitog á milli árganga og var það 8. bekkur sem sigraði, en sami árgangur sigraði á síðasta ári. Einnig var farið í óvenjulegt boðhlaup þar sem þátttakendur þurftu að leysa ýmsar þrautir, kúlubolta á milli kennara og nemenda, fótbolta, handbolta, sápuboðhlaup og vatnsblöðrukast. Á myndasíðunni má sjá myndir frá íþróttadeginum.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira