logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Árshátíð 8.-10. bekkjar

13.03.2015
Fimmtudaginn 12. mars var hin árlega árshátíð 8.-10. bekkjar haldin í skólanum. Nemendur mættu prúðbúnir og starfsfólk skólans sá um að taka á móti þeim, elda veislumat undir stjórn Hansa kokks og þjóna til borðs. 

Veislustjórar voru þau Júlíana og Óðinn í 10. HK. Auk þess flutti Júlíana ræðu fyrir hönd nemendafélagsins. 

Boðið var upp á fjölbreytta skemmtun. Bæði nemendur og starfsfólk sýndu árlega annála sína, nokkrir strákar úr 10. bekk tóku lagið og valin voru herrar og ungfrúr úr öllum þremur árgöngunum auk þess sem nokkrir fengu aðrar viðurkenningar. Ari Eldjárn var leynigestur og skemmti við gríðarlegan fögnuð viðstaddra. Að borðhaldi loknu var haldið ball á neðri hæðinni auk þess sem boðið var upp á myndatökuherbergi sem flestir nýttu sér. 

Myndir frá árshátíðinni má sjá á myndasíðunni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira