logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Ný frétt kl. 14:40 frá Almannavörnum

06.03.2013 14:54

Starfsmenn vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar vinna hörðum höndum að því að hreinsa stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu og samhliða því götur í íbúahverfi.  Víkurvegur er nú orðinn fær og Reykjanesbraut til og frá Hafnarfirði sömuleiðis.  Reykjanesbraut er þó flughál og ekki verður hægt að koma því við að sanda eða salta hana fyrr en veður lægir.

Mikil umferðarteppa er á Vesturlandsvegi við Bauhaus.

Björgunarsveitir vinna ötullega við að aðstoða fólk á stofnæðum og munu sinna fólki í íbúahverfum þegar færi gefst.  Heilbrigðisstarfsfólk verður aðstoðað við að komast til vinnu við vaktaskipti nú í eftirmiðdaginn.

 Send verður tilkynning til skólayfirvalda og foreldra uppúr klukkan þrjú um það hvenær þeir megi sækja börn sín í skólana.  Þegar hefur foreldrum barna í skólum vestan Kringlumýrarbrautar verið tilkynnt að þeir megi sækja börnin ef þeir hafa góð tök á því.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira