logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litlu jólin í Varmárskóla yngri deild

20.12.2012

jolaball_yngri_deild (41) (800x600)Litlu jólin í yngri deild Varmárskóla voru haldin 20.desember. Börn og starfsfólk mættu prúðbúið og áttu saman góða stund. Nemendur fimmtu bekkja sáu um helgileikinn, verðlaunahafar í jólasögukeppni 6.bekkja lásu jólasöguna sína, skólakórinn söng nokkur lög og nemendur þriðju bekkja spiluðu á blokkflautur. Að lokum dönsuðu allir í kringum jólatréð með tveimur kampakátum jólasveinum. Nemendur áttu einnig góða stund með bekknum sínum og umsjónarkennara. Sjá myndir á á myndasíðu- Litlu jólin yd

Við óskum nemendum okkar, foreldrum og starfsfólki gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hlökkum til að hitta alla aftur á nýju ári.

Stjórnendur

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira