logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litlu jólin í yngri deild Varmárskóla

20.12.2011

Litlu jólin voru haldin þriðjudaginn 20.desember. Nemendur mættu á hefðbundnum tíma og átti hver bekkur notalega stund með sínum kennara. Að því loknu tóku nemendur þátt í skipulagðri jóladagskrá á sal skólans.

Nemendur í 5. bekk sáu um helgileik eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Mikið fjör var á jólaskemmtuninni og var það Svanný danskennari sem kom krökkunum í rétta jólaskapið. Skólakórinn söng ásamt Kára Friðrikssyni tónmenntakennara og hópur nemenda spilaði á blokkflautur. Að lokum var dansað í kringum jólatréð ásamt tveimur hressum jólasveinum sem lögðu leið sína í skólann.

 

Fleiri myndir frá jólaskemmtuninni má sjá á myndasíðunni undir fyrirsögninni Litlu jólin í yngri deild.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira